UX Homes

Stækkaðu eign þína með fallegu garðhúsi og njóttu veðursins allan ársins hring

Garðhús okkar eru falleg og vönduð gæðasmíði frá Danmörku. Bættu við fermetra heimilisinns með fallegu glerhýsi. Njóttu veðurblíðunnar allan ársins hring í hituðu húsi sem hlífir þér fyrir kuldanum.

Fallegur garður

Fallegur garður

Það er ekkert notarlegra en að geta notið útiveru í garðinum allt árið um kring

Gróðurhús

Gróðurhús

Halls Classic eru hefðbundin gróðurhús og því flott fyrir jurtirnar þínar og blóm.

Garðyrkja

Garðyrkja

Það er hægt að rækta hvað sem er í garðhúsum okkar og fá birtuna beint í æð.

Miðpunktur

Miðpunktur

Þegar þú ert kominn með garðhús þá ert þú með skemmtilega viðbót fyrir heimilið.

Upplifun skiptir máli

Juliana býður upp á mikið úrval vandaðra húsa sem passa í þinn garð. Kynntu þér málið hjá sölumönnum okkar

Blóm og laukar

Blóm og laukar

Það er ekkert sem er jafn gefandi og blómailmur á vetrardegi.

Garðyrkjumeistari

Garðyrkjumeistari

Blundar í þér að rækta þínar eigin plöntur eða grænmeti?

Árstiðir

Árstiðir

Juliana húsin eru ekki árstíðabundin og hægt er að leggja hita í húsin.

Njóttu þín!

Njóttu þín!

Allir í fjölskyldunni njóta þess að dvelja í garðhúsum Juliana.

Ummæli

Hvað segja eigendur um gæðin?

Ég keypti mér Halls Garden Room gróðurhús sem ég setti upp við sumarhús mitt í Borgarnesi, húsið er vandað og flott og stóðst brjálað veður í mars 2022 en allt í kring um húsið þá rifnuðu tréin upp og brotnuðu en húsið stráheilt sem betur fer. Við hjónin notum húsið mikið og allt til fyrirmyndar.  Mæli því 100% með Halls garðhúsunum.

Helgi Ólafsson, byggingaverktaki

Vorum að fá afhent Juliana Oase garðhúsið sem við ætlum að nota bæði fyrir gróður og húsgögn. Afhendingin tók aðeins um 2 vikur og verð ég að segja að þetta er mjög vandað garðhús. Fínar leiðbeiningar fylgdu og allt til alls var í kittinu sem fylgdi með. Uppsetningin var einföld og mér tókst að setja húsið saman á 2-3 dögum með aðstoð handlangara.

Sigurður Finnsson, Kleppsvegi 88, Reykjavík

Algengar spurningar

Hvað má ég setja stórt hús í garðinn án þess að fá leyfi?

 1. Flatarmál smáhýsis að hámarki 15 m².
 2. Fjarlægð milli smáhýsa innbyrðis, frá glugga eða hurð húss og frá útvegg timburhúss er a.m.k. 3,0 m eða sýnt er fram á að brunamótstaða veggja smáhýsis og aðliggj­andi húss sé þannig að fullnægjandi brunahólfun náist á milli húsanna.
 3. Veggur smáhýsis sem snýr að lóðarmörkum og er nær lóðarmörkum en 3,0 m er glugga- og hurðalaus.
 4. Mesta hæð þaks á smáhýsi er 2,5 m mælt frá yfirborði jarðvegs.
 5. Ef smáhýsi er nær lóðarmörkum en 3,0 m skal liggja fyrir skriflegt samþykki lóðar­hafa þeirrar nágrannalóðar og skal það lagt fram hjá byggingarfulltrúa.

Sjá link á reglugerð hér:

Má setja rafmagn og heitt vatn í garðhús?

Já -samkvæmt lögum þá má setja bæði rafmagn og heitt vatn í hús allt að 15fm. án þess að sækja um leyfi fyrir því – sjá tilvitnun úr reglugerð hér fyrir neðan:

j. Smáhýsi veitna.

Smádreifistöðvar fyrir raforkudreifingu, dæluhús hita-, vatns- og fráveitu og önnur lítil hús veitu­kerfa ef eftirfarandi kröfur eru uppfylltar:

1. Flatarmál húss er að hámarki 15 m².
2. Mesta hæð þaks er 2,5 m mælt frá yfirborði jarðvegs.
Tilkynna skal fyrirhugaða framkvæmd til leyfisveitanda.

Sjá reglugerð hér:

 

Hvernig er best að hita garðhús?

Það er hægt að hita húsin á margvísilegan hátt og hér eru aðeins nokkur dæmi:

 1. Rafmagnshitamottur í gólf.
 2. Vatnshitamottur í gólf
 3. Hitaveituofnar
 4. Olíufylltir ofnar
 5. Rafmagnsofnar með eða án blæstri
 6. Varmadælu sem blæs bæði heitu og köldu lofti – lág orkunotkun
 7. Innrauðan hitageisla
 8. Hitablásarar
 9. Viðarkamínu með áfestum stromp utan á húsinu. / Hafðu samband við sölumenn
 10. Ethanol eldstæði

Hve lengi er verið að setja upp 15fm garðhús frá Juliana?

Það tekur yfirleitt tvo aðila um 2-3 daga að setja upp garðhús frá Juliana en það fer samt eftir því hvort undirstöður eru tilbúnar eða hvort það eigi eftir að setja upp undirstöður.
Mjög góðar leiðbeiningar fylgja öllum húsum og allt númerað og vel skipulagt.

Hvað er langur biðtími eftir húsum og fylgihlutum?

Ef hús er til á lager má reikna með 3-4 vikum í að fá húsið afhent.
Ef húsið er ekki til á lager þá færð þú að vita hvenær það kemur í sölu aftur og afhendingartíma áður en pöntun er staðfest og gengið frá kaupum.
Við afgreiðum beint frá vöruhúsi Eimskips í Sundahöfn, Reykjavík til kaupanda.

Er hægt að fá að sjá uppsett hús hjá UX home ?

Já hafðu sambandi við ráðgjafa í síma 888 0606 eða 888 0505 eða sendu okkur mail á hello@uxhome.is

Vitið þið um einhvern sem getur sett upp garðhúsið mitt?

Já við bjóðum upp á uppsetningu húsa – best er að byrja á því að hafa samband við ráðgjafa í síma 888 0606 eða senda okkur mail á hello@uxhome.is og fara yfir málin.

Hvað þýðir UX home ?

U stendur fyrir Notanda “User” og X stendur fyrir Upplifun ” Experience” og home fyrir heimilið
Jú-x-home segja sumir en í raun þýðir nafnið “Upplifðu heimilið”
UX home fjallar því um upplifun, og að þú munir upplifa eitthvað alveg sérstakt, kannski bara með því að vera úti garðhúsi í október og horfa upp í störnurnar.

Er hægt að hafa húsgögn í garðhúsum?

Já, það er mjög vinsælt að hafa húsgögn í garðhúsum, það er svo notarlegt að setjast út í garðhús í fallegu umhverfi og nýta húsið fyrir allar gæðastundir með fjölskyldu og vinum. Margir þeirra sem eiga gott garðhús byrja daginn einmitt í birtunni og njóta þess að dvelja í garðhúsinu öllum stundum.

Er hægt að setja kamínu í hús mitt ?

Já við flytjum inn vandaðar kamínur sem er mjög vinsælt fyrir garðhús, við seljum einnig reykrör fyrir garðhús og öllum fylgihlutum til að láta reykinn fara út upp fyrir ofan húsið.

Fjárfesting í garðhúsi getur aukið virði sitt allt að helmingi af fermetraverði fasteignar auk þess að gera hana eftirsóknaverðari.

Fasteignasérfræðingar segja að fjárfesting í glerhýsi muni alltaf borga sig. Bæði munu garðhús auka verðgildi fasteigna og gera hana eftirsóknaverðari ásamt því að það má alveg búast við því að hægt sé að verðmeta fermeterinn í svona húsi á ca. 50%  af fermetraverði fasteignar eða eftir því hvað garðhúsið er veglegt td. með kamínu, hita og rafmagni. Einnig mun verðið á garðhúsinu aukast vegna vísitöluhækkana en ekki falla í verði eins og td. heitir pottar og fl. í þeim dúr sem fólk er að selja með fasteign sinni.