Í tilefni af 60 ára afmæli Juliana Drivhuse árið 2023 kom á markaðinn alveg einstakt afmælismódel, sem hefur hlotið titilinn ‘Juliana Jubii 60 Limited Edition’. Nafnið kom til vegna þess að það er gríðarlega mikið lagt í húsið og það aðeins framleitt í takmörkuðu magni.
Afmælishúsið er byggt á metsöluhúsinu Juliana Premium. Langhlið garðhússins er hækkuð sem gefur pláss fyrir tvöfalda hurð með opnanlegu fagi og í gafli hússins er toppurinn styrktur með svartmálaðri stálplötu. Húsið er með sex gluggum og er heilir 15 m² en með aukinni hæð munt þú upplifa hvað húsið er í raun stórt enda nóg pláss fyrir bæði fólk og plöntur. Prófílar gróðurhússins eru svartmálaðir sem og hurðir, gluggar, póstar og festingar og þannig er allt gróðurhúsið svart.
Hægt er að kaupa aukahurðasett með opnanlegu fagi ef þér langar að fá hurðar beggja megin.
Gróðurhúsið er því miður uppselt í bili en kemur aftur í lok ágúst 2023.
Ef þetta er hús sem þér langar í þá er um að gera að tryggja sér eintak.
Ath. að grunnfesting er ekki innifalin í verði kr. 116.486
Sjá myndband hér: