Garðhús sem liggur að húsvegg
Juliana Veranda er til í þremur stærðum: 4,4 m², 9,8 m² og 12,9 m² og er fáanleg í litunum ál/svart og grátt/svart.
Húsið kemur með 3 mm öryggisgler fyrir hliðarnar og 10 mm perluhvítt polycarbonate gler fyrir þakið. Tvöfaldar og tvískiptar hurðar að framan gefur fallegan stíl og auðveldan aðgang að garðhúsinu ásamt því að hæð hússins gefur ljúfa rýmistilfinningu.
Hægt er að opna hliðarglugga til að fá góða loftræstingu.
Ef garðhús hallar að húsvegg þá hitar sólin húsið yfir daginn og svo á kvöldin gefur veggurinn frá sér hita til gróðurhússins, sem gerir húsið að fínasta stað fyrir plönturnar þínar að vetri til.