Kontio námskeið í Finnlandi fyrir kaupendur og húsbyggjendur🌿
Í næstu viku fer fram tveggja daga námskeið hjá Kontio í Finnlandi, sem við hjá Uxhome.is og Listhús Arc heimsækjum. Kaupendur eru velkomnir að taka þátt fyrri daginn en svo er námskeið í uppsetningu seinni daginn. Við bjóðum uppá reglulegar ferðir ár hvert fyrir viðskiptavini og húsbyggjendur sem vilja kynna sér Kontio-hús og framleiðsluferlið.
Ferð til Pudasjärvi & Oulu
Dagskrá
11. febrúar – Brottför frá Keflavík til Helsinki, síðan innanlandsflug til Oulu.
12. febrúar – Oulu & Pudasjärvi
• 07:45 – Gestir sóttir á hótel
• 08:15 - Heimsókn á byggingarsvæði
• 10:00 – Heimsókn í fullgerð Kontio-hús í Pudasjärvi
• 11:45 – Hádegismatur í boði Kontio
• 12:45 – Skoðunarferð um verksmiðju Kontio
• 14:15 – Kynning á höfuðstöðvum og spjall við sérfræðinga Kontio
• 19:00 – Kvöldverður í boði Kontio
13. febrúar - Þjálfun fyrir verktaka
07:45 – Sótt á hótel
09:00 – Tæknileg atriði, rökstuðningur og hagnýt mál, lota 1
11:45 – Hádegismatur hjá Kontio
12:30 – Heimsókn á byggingarsvæði
13:15 – Tæknileg þjálfun, lota 2
16:00 – Kveðjustund
Flug og samgöngur
• Icelandair og Finnair fljúga til Helsinki og svo er tengiflug með Finnair til Oulu.
Ef þú hefur áhuga á að koma með í svona ferð eða vilt fá frekari upplýsingar, ekki hika við að hafa samband! sjá einnig
www.listhus.is