Blog

blog-10

Reglugerð smáhýsa

Reglugerð um (4.) breytingu á byggingarreglugerð, nr. 112/2012.

Eftirfarandi breytingar verða á 2.3.5. gr. reglugerðarinnar:.

g-liður orðast svo:
  1. Smáhýsi úr léttum byggingarefnum til geymslu garðáhalda o.þ.h. á lóð utan byggingarreits þegar eftirfarandi kröfur eru uppfylltar, enda sé slík bygging ekki óheimil samkvæmt gildandi deiliskipulagi:
    1. Flatarmál smáhýsis er að hámarki 15 m².
    2. Fjarlægð milli smáhýsa innbyrðis, frá glugga eða hurð húss og frá útvegg timburhúss er a.m.k. 3,0 m eða sýnt er fram á að brunamótstaða veggja smáhýsis og aðliggjandi húss sé þannig að fullnægjandi brunahólfun náist á milli húsanna.
    3. Veggur smáhýsis sem snýr að lóðarmörkum og er nær lóðarmörkum en 3,0 m er glugga- og hurðalaus.
    4. Mesta hæð þaks á smáhýsi er 2,5 m mælt frá yfirborði jarðvegs.
    5. Ef smáhýsi er nær lóðarmörkum en 3,0 m skal liggja fyrir skriflegt samþykki lóðarhafa þeirrar nágrannalóðar og skal það lagt fram hjá byggingarfulltrúa.
Hiti og rafmagn í er nú leyft í smáhýsum allt að 15fm. 

Smádreifistöðvar fyrir raforkudreifingu, dæluhús hita-, vatns- og fráveitu og önnur lítil hús veitukerfa ef eftirfarandi kröfur eru uppfylltar:

Flatarmál húss er að hámarki 15 m².
Mesta hæð þaks er 2,5 m mælt frá yfirborði jarðvegs.


Þarf LEYFI fyrir garðhús?

 Nú má byggja allt að 15fm hús án byggingaleyfis!!

Sumir velta því fyrir sér hvort megi setja hús út í garð án sérstaks leyfis .  Svarið er Já!
Reglurnar voru rýmkaðar með breytingu árið 2016 –  hámarksstærð án byggingaleyfis var þá hækkuð úr 10 fm upp 15 fm.

Hér er tilvitnun í nýjustu byggingareglugerð frá 2012 með áorðnum breytingum.  Þar segir um smáhýsi á lóð (grein nr. 2.3.5).

Eftirfarandi framkvæmdir og breytingar eru undanþegnar byggingarleyfi enda séu þær í samræmi við deiliskipulag:

a – d ……. (hlaupum yfir lið a-d þar sem þeir snúa ekki að smáhýsum)

g. Smáhýsi á lóð.

Smáhýsi til geymslu garðáhalda o.þ.h. á lóð utan byggingarreits þegar eftirfarandi kröfur eru uppfylltar, enda sé slík bygging ekki óheimil samkvæmt gildandi deiliskipulagi:

  1. Flatarmál smáhýsis er að hámarki 15 m².
  2. Fjarlægð milli smáhýsa innbyrðis og frá glugga eða hurð húss, svo og frá útvegg timburhúss er a.m.k. 3,0 m.
  3. Veggur smáhýsis sem snýr að lóðarmörkum og er nær lóðarmörkum en 3,0 m er glugga og hurðalaus.
  4. Mesta hæð útveggja eða þaks á smáhýsi er 2,5 m mælt frá yfirborði jarðvegs.
  5. (Smáhýsi er án allra vatnslagna, raflagna og hitunar) – ATH! – Þetta ákvæði hefur verið fjarlægt úr byggingareglugerðinni.  Nú er því leyfilegt að hafa allar lagnir í húsum sem eru 15fm eða minni.
  6. Ef smáhýsi er nær lóðarmörkum en 3,0 m skal liggja fyrir skriflegt samþykki lóðarhafa þeirrar nágrannalóðar og skal það lagt fram hjá byggingarfulltrúa.

Sjá hér nýjustu byggingareglugerð með áorðnum breytingum.

.

.

Leave your comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *