ALMENNT.
Seljandi Juliana og Halls á íslandi sem sjá um vefsíðuna www.uxhome.is áskilur sér rétt til að hætta við pantanir ef greiðsla berst ekki innan 3ja daga frá pöntu. Einnig er hægt að hætta við frágang á pöntun, t.d. vegna rangra verðlagningu á vefsíðu einnig að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir með tölvupósti þeim sem var skráður á vefsíðu eða við pöntun.
VERÐ
Öll verð á síðunni eru uppgefin í íslenskum krónum og innihalda virðisaukaskatt. Verð á netinu geta breyst án fyrirvara vegna gengisbreytinga eða innsláttarvillu.
GREIÐSLUR
Greiðslur fara fram í gegnum örugga greiðslugátt frá Rapyd og bætist þá við verð vöru færslugjald Rapyd. Einnig er hægt að greiða með millifærslu en þá er ekkert færslugjald.
- Bein greiðsla: Viðskiptavinir geta greitt fyrir vörur í einu lagi með millifærslu, kreditkorti eða debetkorti án nokkurs kostnaðar.
- Greiðsludreifing: Viðskiptavinum býðst möguleiki á að dreifa greiðslum yfir 3-12 mánaða tímabil án vaxta og án aukagjalda, gegn framvísun kreditkorts eða skv. skilmálum og almennum kostnaði í gegn um greiðslugátt Rapyd
.
AFHENDING / LANDSBYGGÐIN
Heimsending á pöntunum um land allt.
Almennur afgreiðslutími pantana eftir að vara hefur verið afgreidd í tolli er 1-3 virkir dagar. SMS er sent á kaupanda þegar pöntunin er að fara í útkeyrslu. Heimakstur er ekki innifalinn í vöruverði. Kaupandi greiðir sendibílsstjóranum fyrir þjónustuna. Ef skemmdir verða á vörunni eftir að hún er afhent í Sundahöfn er það á ábyrgð viðtakanda þar sem bílstjórinn er aðeins til aðstoðar og trygging bílsins nær ekki yfir slíkt tjón.
Ef hins vegar varan er flutt áfram frá Eimskip Sundahöfn með Flytjanda til viðtakanda þá nær tryggingin okkar yfir allt tjón sem verður í flutningum alveg til afhendingu vöru hjá kaupanda. Eftir að varan hefur verið afhent kaupanda er allt tjón sem verður á vöru á ábyrgð kaupanda. Milkilvægt er fyrir kaupanda að skoða pakkningar vel við afhendingu og koma með athugasemdir til bílstjóra og einnig að taka ljósmyndir og senda á hello@uxhome.is ásamt því að hringja í s. 888 0606 og láta vita ef pakkningar eru skemmdar.
Ef kaupandi sækir ekki vöru sína þá kemur geymslugjald skv. Verðlista hjá Eimskip á vöruna sem kaupanda er skylt að greiða áður en hann fær vörur sínar sendar.
SKILA- OG SKIPTIRÉTTUR
Skila og skiptiréttur er í gildi þangað til vara hefur verið greidd..Ekki er hægt að skila vöru sem gengið hefur verið frá kaupum af og pöntun farin af stað. Vörur sem hafa verið settar saman af kaupanda eða settar saman að ósk kaupanda er ekki hægt að skila. Kaupandi er sá sem skráður er sem slíkur á reikningi.
GÖLLUÐ VARA
Ef vara reynist gölluð eða eitthvað vantar í vöruna skal tilkynna það eins fljótt og auðið er, símleiðis í símanúmer 888 0606 eða á netfangið hello@uxhome.is Eðlilegur tímarammi telst vera allt að 30 dagar frá móttöku vörunnar. Seljandi áskilur sér rétt til að sannreyna að galli eða bilun heyri undir ábyrgðarskilmála innan eðlilegra tímamarka.
Við skriflega tilkynningu skal taka fram reikningsnúmer fyrir kaupunum eða kennitölu kaupanda. Senda skal mynd af gallanum ásamt mynd af vörunni í heild sinni og mynd af framleiðslunúmerinu sem er staðsett undir vörunni sé það til staðar.
ÁBYRGÐIR JULIANA Í DANMÖRKU
Hér er þýðing frá heimasíðu Juliana.com um 12 ára ábyrgðatryggingu þeirra.
Ábyrgðaryfirlýsing gildir aðeins frá framleiðandanum sjálfum. Söluaðili Juliana á Íslandi ber ekki neinar ábyrgðir á vörum frá Juliana og Halls og ef gallar koma upp þarf að snúa sér beint til Juliana í Danmörku en starfsfólk okkar á íslandi mun að sjálfsögðu aðstoða með samskiptin og aðstoða kaupanda Juliana og Halls af kostgæfni.
12 ára ábyrgð / sjá link hér:
Vinsamlegast athugið að 12 ára ábyrgð nær ekki til eftirfarandi atriða:
Tjóns og vandamála um virkni sem stafa af engri eða ófullnægjandi smurningu og viðhaldi né þvott á ytra duft lökkuðu yfirborði einingarinnar.
Fyrir máluð gróðurhús gildir tveggja ára ábyrgð á málningu. Hins vegar er flögnun á málningu á prófílum sem kann að vera tengd ófullnægjandi málun dekkuð af 12 ára ábyrgðinni.
Litur varahluta getur verið örlítið breytilegur. Athugið að smá merki geta verið á prófílnum sem stafa af upphengingu þeirra í málunarferlinu. Þetta gefur ekki tilefni til kröfu samkvæmt ábyrgðinni.
Gler, pólýkarbónat, gluggalistar, sending, uppsetning, óviðeigandi geymsla á afhentum hlutum.
Hlutir sem hafa valdið galla í vöru, svo sem: önnur byggingarefni notuð í uppsetningu, veðuráhrif, skemmdarverk, óviðráðanleg atvik, eða aðrir ytri þættir.
Mundu t.d. að fjarlægja snjó reglulega af þaki til að forðast mögulegan brot vegna ofþyngdar, og tryggja styrk húsana í stormi.
Slitgripir (svo sem handföng, hjól, rennibrautir, sylgjur og læsingarbúnaður). Vænta má þess að slitgripir þurfi að skipta út í samræmi við daglega notkun, notkun og rekstur og er ekki innifalið í ábyrgð.
Fylgihlutir.
Ábyrgðin fellur úr gildi ef gallinn á vörunni stafar af óviðeigandi eða ósamrýmanlegri notkun hluta í byggingunni sem hefur valdið skemmdum á húsi.
Vinsamlegast athugið að gróðurhús er ekki einangruð bygging og er ekki 100% þétt. Eftir veður aðstæðum getur jafnvel komið leki við þakglugga, dyr og þar sem þak og horn mætast. Við hvetjum þig til að hafa þetta í huga þegar þú innréttar og skreytir gróðurhúsið þitt. Við mælum með því að þú tilkynnir tryggingafélagi þínu að þú hafir eignast gróðurhús. Ef veðurtjón verður, eða skemmdir af utanaðkomandi aðstæðum skaltu hafa samband við tryggingafélagið þitt eins fljótt og mögulegt er.
EIGNARÉTTUR
Vara er eign seljanda þar til kaupverð er að fullu greitt. Reikningviðskipti eða önnur lánaform afnema ekki eingarrétt seljanda fyrr en full greiðsla hefur borist seljanda.
SÉRPANTANIR – vara sem er ekki á vefsíðu
Kaupandi greiðir amk. 50% staðfestingargjald við pöntun eða skv. Tilboði. . Staðfestingargjald fæst ekki endurgreitt eftir að pöntun er komin í ferli. Ef sérpöntun er ekki sótt eftir ítrekaðar tilkynningar, áskilur Uxd ehf. sér rétt til þess að halda eftir staðfestingargjaldinu upp í útlagðan kostnað. Sérpöntunum er ekki hægt að skila.
AFHENDING / EIMSKIP Í SUNDAHÖFN
Allar vörur eru um 3-4 vikur að berast til Eimskip í Sundahöfn en getur einnig dregist.
Tilkynning mun berast með tölvupósti þegar pöntunin er tilbúin.
Hægt er að sækja vörur til Eimskips í Sundahöfn og látum við kaupanda vita þegar búið er að tolla og varan klár til efhendingar. Hafðu samband í síma 888 0606 eða sendu tölvupóst á netfangið hello@uxhome.is til að fá upplýsingar hvenær þín pöntun er tilbúin til afgreiðslu.
Eimskip er opið virka daga 08 – 16
ÁBYRGÐ
Öll garðhús frá Juliana og Halls eru með tólf ára ábyrgð frá framleiðanda* til einstaklinga frá móttöku vöru . – Ábyrgð til fyrirtækja er eitt ár frá kaupdegi. – Vörureikningur/kvittun fyrir kaupum gildir sem ábyrgðarskírteini. – Ábyrgðin gildir eingöngu fyrir þann aðila sem kaupir vöruna af UXD ehf. Ábyrgðin flyst ekki á milli eigenda. – Uxd ehf. metur vöruna og ákveður hvort ábyrgðin gildi í hverju tilfelli fyrir sig og hvort varan sé löguð eða skipt út fyrir sömu eða sambærilega vöru.Ef vara reynist gölluð þarf í einhverjum tilfellum að senda vöru til framleiðanda – en þá þarf kaupandi að greiða fyrir flutning vöru til framleiðanda til frekari skoðunnar. Framleiðandi mun þá skoða það sem er að og senda til baka þann varahlut sem á við.
Í flesum tilfellum er nóg að senda mynd af gallaðri vöru og sendir þá framleiðandi á sinn kostnað varahlut þann sem á við til kaupanda. *Lög um ábyrgð framleiðanda er að finna á vefsíðunni www.juliana.com
Ábyrgð nær ekki yfir
Notaðar vörur sem keyptar eru á lækkuðu verði og eru keyptar í því ástandi sem þær eru. Eðlilegt slit eða skemmda vegna rangrar eða slæmrar meðferðar . Vörur sem hafa verið settar saman á rangan hátt . Vörur sem ekki hafa verið viðhaldið samkvæmt leiðbeiningum . Hnökur á efni . Það er á ábyrgð kaupanda að kynna sér og fylgja þeim leiðbeiningum. Gætið þess að henda leiðbeiningunum ekki með umbúðunum.
*Lög um ábyrgð framleiðanda er að finna á vefsíðunni www.juliana.com
TRÚNAÐUR
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Uxd ehf. gæti notað þessar upplýsingar til að koma skilaboðum áleiðis til viðskiptavina sinna. Ekki undir neinum kringumstæðum verður þessum upplýsingum miðlað til þriðja aðila.
LÖG OG VARNARÞING
Skilmála þessa ber að túlka í samkvæmt íslenskum lögum. Ef kemur upp ágreiningur milli kaupenda og seljanda vegna skilmála Uxd ehf. verður málinu vísað til íslenskra dómstóla.