Skilmálar

Almennt

Seljandi vörumerkjanna Juliana og Halls á Íslandi er Listhús Arc ehf., kt. 571024-0200, eigandi lénsins www.uxhome.is. Seljandi áskilur sér rétt til að hætta við pantanir ef greiðsla berst ekki innan þriggja daga frá pöntun. Einnig er áskilinn réttur til að hafna pöntun ef verðlagning hefur verið röng á vefsíðu, sem og að breyta verði eða hætta að bjóða vörur án fyrirvara.

Seljandi áskilur sér jafnframt rétt til að staðfesta pantanir með tölvupósti til þess netfangs sem skráð var við pöntun.


Verð

Öll verð á vefsíðunni eru gefin upp í íslenskum krónum og innifela virðisaukaskatt. Verð geta breyst án fyrirvara vegna gengisbreytinga eða innsláttarvilla.


Greiðslur

Bein greiðsla: Viðskiptavinir geta greitt með millifærslu, kreditkorti eða debetkorti án auka kostnaðar.
Greiðsludreifing: Í boði er að greiða 50% við pöntun og 50% þegar varan kemur í vöruhús Eimskips í Sundahöfn, Reykjavík.

Kortagreiðslur: Visa – Eurocard. Hægt er að greiða með kreditkorti og verður þá greiðslulinkur sendur til kaupanda og þarf svo kaupandi að semja við sitt greiðslufyrirtæki um skiptingu greiðsla.


Afhending og landsbyggðin

Heimsending er í boði um allt land.

Almennur afhendingartími er 1–3 virkir dagar eftir að vara hefur verið afgreidd í tolli. SMS skilaboð eru send þegar vara fer í útkeyrslu.
Heimakstur er ekki innifalinn í verði vörunnar og er rukkað áður en varan fer af stað til kaupanda.

Eftir að vara hefur verið afhent í Sundahöfn er ábyrgð flutnings á ábyrgð kaupanda. Ef varan er hins vegar flutt áfram af Flytjanda frá Eimskip (Sundahöfn) nær trygging seljanda yfir vöruna allt til afhendingar.

Við móttöku er mikilvægt að skoða umbúðir vandlega. Komi fram skemmdir skal taka ljósmyndir og senda á hello@uxhome.is eða baldvin@listhus.is sem og að hringja í síma 888 0606 og láta vita. Athugasemdir skulu einnig gerðar við bílstjóra.

Ef kaupandi sækir ekki vöru á tilsettum tíma leggst á hana geymslugjald samkvæmt verðskrá Eimskips sem kaupandi þarf að greiða áður en vörur eru sendar.


Skila- og skiptiréttur

Þegar vara hefur verið send áfram til framleiðanda er ekki lengur hægt að skila henni.

Ekki er unnt að skila vöru sem hefur verið sett saman, hvort sem það er af kaupanda eða samkvæmt beiðni kaupanda. Kaupandi er sá sem skráður er á reikningi.


Gölluð vara

Ef vara reynist gölluð eða í henni vantar hluta, skal hafa samband við þjónustuver sem fyrst – í síma 888 0606 eða á netfangið hello@uxhome.is. Tilkynningar vegna galla þurfa að berast innan 7 daga frá móttöku.

Við tilkynningu skal senda:

  • reikningsnúmer eða kennitölu kaupanda

  • ljósmynd af gallanum

  • mynd af vörunni í heild

  • mynd af framleiðslunúmeri (ef til staðar)


Ábyrgðir frá Juliana í Danmörku

Juliana veitir 12 ára ábyrgð á vörum sínum. Ábyrgðin er frá framleiðanda í Danmörku, og seljandi á Íslandi ber ekki beina ábyrgð á gæðum eða bilunum. Hins vegar mun starfsfólk okkar veita alla þá aðstoð sem möguleg er við samskipti við framleiðanda.

12 ára ábyrgð gildir með eftirfarandi skilyrðum:

  • Gróðurhús þarf að vera sett upp samkvæmt leiðbeiningum sem fylgja með ásamt því að fá ráðleggingar frá seljanda.

  • Gróðurhús þarf að viðhalda reglulega, t.d. með þrifum, smurningu og skrúfuþéttingu.

Ábyrgðin nær ekki til eftirfarandi:

  • Tjón vegna skorts á viðhaldi.

  • Tjón vegna óviðeigandi geymslu eða notkunar.

  • Gler, pólýkarbónat, gluggalistar, uppsetning, flutningur eða fylgihlutir.

  • Veðurtjón, skemmdir af utanaðkomandi orsökum eða skemmdarverk.

  • Slitgripir (t.d. handföng, læsingar, hjól o.fl.).

Viðbótarupplýsingar:

  • Málning á gróðurhúsum er með 2 ára ábyrgð, nema flögnun vegna framleiðslugalla.

  • Litaafbrigði á varahlutum geta átt sér stað og teljast ekki galla.

  • Gróðurhús eru ekki loftþétt. Við mælum með að nota glerkítti til að þétta og auka veðurþol.

Við mælum með að tilkynna eign gróðurhúss til tryggingafélags og skoða skilmála vegna mögulegs veðurtjóns.

Eignaréttur

Vara telst eign seljanda þar til kaupverð hefur verið greitt að fullu. Reikningsviðskipti eða önnur greiðslufyrirkomulög afnema ekki eignarétt seljanda fyrr en öll greiðsla hefur borist.


Sérpantanir – vara sem er ekki á vefsíðu

Við sérpantanir greiðir kaupandi að lágmarki 50% staðfestingargjald við pöntun, nema annað komi fram í tilboði. Staðfestingargjald er ekki endurgreitt eftir að pöntun hefur verið sett í ferli.

Ef vara er ekki sótt þrátt fyrir ítrekaðar tilkynningar áskilur Listhús Arc ehf. sér rétt til að halda eftir staðfestingargjaldinu til að mæta útlagðum kostnaði. Ekki er hægt að skila sérpöntunum.


Afhending – Eimskip í Sundahöfn

Flestar vörur taka 3–4 vikur að berast til Eimskips í Sundahöfn, en afhendingartími getur einnig dregist.

Tilkynning um móttöku pöntunar berst með tölvupósti þegar varan er tilbúin til afhendingar.

Hægt er að sækja vörur til Eimskips í Sundahöfn. Við látum kaupanda vita þegar vörur hafa verið tollafgreiddar og tilbúnar til afhendingar. Hafðu samband í síma 888 0606 eða sendu tölvupóst á netfangið hello@uxhome.is til að fá nánari upplýsingar um hvenær pöntun er tilbúin.

Afgreiðslutími Eimskips í Sundahöfn er virka daga frá 08:00 til 16:00.

Ábyrgð

Öll garðhús frá Juliana og Halls eru með tólf ára ábyrgð frá framleiðanda* til einstaklinga, reiknað frá móttöku vöru.

  • Ábyrgð til fyrirtækja er eitt ár frá kaupdegi.

  • Vörureikningur eða kvittun fyrir kaupum gildir sem ábyrgðarskírteini.

  • Ábyrgðin gildir eingöngu fyrir þann aðila sem kaupir vöruna af Listhús Arc ehf. Hún flyst ekki á milli eigenda.

Listhús Arc ehf. metur hverja vöru fyrir sig og ákveður hvort ábyrgð eigi við í hverju tilfelli. Ef um galla er að ræða getur seljandi ákveðið hvort vara sé löguð eða skipt út fyrir sömu eða sambærilega vöru.

Í sumum tilvikum þarf að senda vöru til framleiðanda í Danmörku til nánari skoðunar. Þá ber kaupanda að greiða flutningskostnað til framleiðanda. Framleiðandi metur vandann og sendir til baka viðeigandi varahlut ef ábyrgð á við.

Í flestum tilvikum nægir þó að senda ljósmynd af gallaðri vöru og framleiðandi sendir viðeigandi varahlut til kaupanda á eigin kostnað.

*Skilmála um ábyrgð framleiðanda má finna á vefsíðunni www.juliana.com


Ábyrgðin nær ekki yfir:

  • Notaðar vörur sem keyptar eru á lækkuðu verði, í því ástandi sem þær eru.

  • Eðlilegt slit eða skemmdir vegna rangrar eða slæmrar meðferðar.

  • Vörur sem hafa verið ranglega settar saman.

  • Vörur sem ekki hafa verið viðhaldið samkvæmt leiðbeiningum framleiðanda.

  • Smávægilegir hnökrar á efni eða útliti sem hafa ekki áhrif á virkni.

Það er á ábyrgð kaupanda að kynna sér og fylgja þeim leiðbeiningum sem fylgja með vörunni. Gætið þess að henda ekki leiðbeiningum með umbúðunum.


Trúnaður

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Listhús Arc ehf. getur notað þessar upplýsingar til að koma á framfæri tilkynningum, tilboðum eða upplýsingum sem varða viðskiptasambandið. Aldrei verður upplýsingum deilt með þriðja aðila, nema samkvæmt lögum eða með samþykki kaupanda.


Lög og varnarþing

Skilmála þessa skal túlka samkvæmt íslenskum lögum. Komi upp ágreiningur milli kaupanda og seljanda, skal málinu vísað til dómstóla á Íslandi.